0
Karfan þín er tóm
Close
Leit
Síun

Umhverfisstefna

Fastus hefur það að leiðarljósi að vera til fyrirmyndar í umhvefismálum. Markmið fyrirtækisins er að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið með ákvarðanatöku sinni og þjónustu. Fastus tekur tillit til umhverfismála og leitast við að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. 

Markmiðum Fastus í umhverfismálum verður náð með því að: 

  • Fylgja öllum lagalegum kröfum á sviði umhverfismála. 
  • Taka virkan þátt í flokkun og endurvinnslu úrgangs. 
  • Endurnýtanlegur úrgangur verði flokkaður og skilað til endurnýtingar. 
  • Spilliefnum verði skilað til viðurkenndra móttökuaðila. 
  • Taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup og flutninga á vörum. 
  • Draga úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og kostur er með því að rafvæða bílaflota fyrirtækisins. 
  • Starfsfólk sé hvatt til að tileinka sér vistvæna hugsun/lífstíl. 
  • Fræðsla starfsfólks um innra umhverfisstarf þegar við á. 
     

Framkvæmd og ábyrgð 

Framkvæmdastjóri Fastus ber ábyrgð á umhverfisstefnu fyrirtækisins. Deildastjórar bera ábyrgð á framkvæmd og fræðslu er varðar stefnuna. Allir starfsmenn Fastus skuldbinda sig til að fylgja stefnunni sem og að fylgja verklagsreglum sem eiga að tryggja framkvæmd stefnunnar. Framkvæmdastjórn skal taka umhverfisstefnu fyrirtækisins til endurskoðunar einu sinni á ári.