0
Karfan þín er tóm
Close
Leit
Síun

Gæðastefna

Fastus er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði og í rekstri tengdum matvælum og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.
Það er stefna Fastus að skara fram úr í síkvikum og krefjandi markaði og að vera fyrsti valkostur viðskiptavina, birgja, starfsfólks og annarra samstarfsaðila. Grunnurinn
að gæðastefnu Fastus er veita framúrskarandi þjónustu og vörur sem uppfylla ítrustu gæðakröfur fyrirtækisins og mætir þannig væntingum, þörfum viðskiptavina okkar.
Gæðastefna Fastus nær til allra þátta starfseminnar og ber framkvæmdastjóri ábyrgð á að allt starfsfólk fyrirtækisins þekki og skilji gæðastefnuna,
sem er grunnurinn í allri starfsemi þeirra.

Til að ná markmiðum stefnu þessarar mun fyrirtækið reka gæðakerfi sem:

• Inniheldur stefnur, reglur og ferla sem tryggir faglegt flæði þjónustu og vörur hjá Fastus
• Tryggir að starfsemin uppfylli allar gildandi kröfur yfirvalda
• Uppfyllir kröfur um innra-og ytra eftirlit með rekstrinum
• Vinnur stöðugt að framförum, umbótum og hagkvæmni í rekstri
• Tryggir rétt flæði ábendinga frá viðskiptavinum, birgjum, starfsfólki eða annarra hagaðila
• Tryggir að innan Fastus sé hæft og rétt þjálfað starfsfólk sem hefur metnað til að takast á við krefjandi verkefni með gæði og öryggi í fyrirrúmi